Máttur matarins

Fæða sem forvörn

Pasta með pestó, spergilkáli og goji berjum

Þá er maður loksins sloppinn úr prófageðveikinni og farinn að lifa eðlilegu lífi. Ótrúlegt hvernig maður lætur í próflestri, gleymir öllu sem tengist manns eigin vellíðan og heilbrigði og einbeitir sér eingögnu að lestri og utanbókarlærdómi. En nú tekur heilbrigt líferni við með öllu tilheyrandi, jóga, te drykkju, hollum mat og hvíld.

En fyrir svona mánuði síðan, áður en törnin byrjaði, fór ég í æðislega afmælisveislu hjá þriggja ára frænku minni. Þar var á boðstólnum pastasalat sem ég hugsaði um í marga daga á eftir og setti saman uppskriftir að í huganum. Salatið var með grænu pestó, spergilkáli og goji berjum. Alveg frábær blanda.

Svona til að bæta smá fróðleik inn í færsluna þá rakst ég á þessa grein á síðunni Food for Breast Cancer og í henni er fjallað um þann mat sem konur sem greinast með ákveðna tegund brjóstakrabbameins ættu að borða. Þar er spergilkál meðal annars tiltekið sem og basil. Ég geri ráð fyrir að sama gildi um aðra einstaklinga sem vilja vera heilbrigðir og koma í veg fyrir sjúkdóma.

Hér kemur svo mín útgáfa af salatinu góða.

Uppskriftin inniheldur eftirfarandi krabbameinshamlandi fæðutegundir:
Ávextir: goji ber
Grænmeti: spergilkál, spínat
Krydd og kryddjurtir: hvítlaukur, basil

Uppskrift
fyrir 4-6

500 gr. penne pasta

Pestó
1/2 stykki parmesan ostur
1 bakki ferskt basil
1 dl. extra virgin ólífuolía+2-3 msk pistasíuolía (má sleppa)
1 poki ristaðar furuhnetur (70 gr.)
2 hvítlauksrif
1/2 tsk salt

1 stór spergilkálshaus brotinn í bita
1/2-1 poki spínat (magn eftir smekk)
1 dl. goji ber
Salt og nýmalaður pipar eftir smekk

Sjóðið pastað í samræmi við leiðbeiningar. Kælið niður í stofuhita.

Hitið vatn í potti með smá salti. Hellið spegilkálsbitunum út í þegar suðan er komin upp og látið sjóða í 2-3 mínútur. Hellið vatninu af spegilkálinu, bætið goji berjunum saman við og hrærið. Látið kólna. Á þennan hátt mýkjast gojiberin.

Setjið öll innihaldsefnin í pestóinu í matvinnsluvél og maukið vel. Bætið smá aukaolíu við ef pestóið er of þurrt. Það á ekki að vera fljótandi, en þó ekki algjört mauk, s.s. hæfilega mjúkt.

Blandið pasta, pestói, spergilkáli, gojiberjum og spínati saman í skál. Gott er að láta pastað kólna aðeins í ísskáp, í 10-15 mínútur. Skreytið með goji berjum og berið fram.

Filed under: basil, goji ber, hvítlaukur, Pasta, Pestó, Salöt, spínat, spergilkál, Uppskriftir, , , , , , ,

Hafa samband

Ég heiti Þórunn Steinsdóttir og er lögfræðingur og einnig mikil áhugamanneskja um matargerð, holla lifnaðarhætti og forvarnir gegn krabbameini. Ég eyði miklum tíma í matargerð og að kynna mér mikilvægi heilbrigðs mataræðis sem forvörn gegn krabbameini. Hér mun ég miðla upplýsingum um efnið og uppskriftum sem innihalda fæðutegundir sem vinna gegn krabbameini.
Endilega sendið mér tölvupóst ef upp vakna spurningar um efni síðunnar á matturmatarins@gmail.com.

Sláið inn tölvupóstfang og ýtið á "gerast áskrifandi"

Join 403 other followers

Flokkar

Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.

Join 403 other followers

%d bloggers like this: